140. löggjafarþing — 115. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[19:07]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Já, við getum verið sammála um að það hafi að minnsta kosti verið niðurstaðan í nefndinni að nauðsynlegt væri að koma til móts við skuldsetninguna, klárlega. Þegar þessi frumvörp voru kynnt gaf hæstv. ráðherra yfirlýsingu um að hér kæmu fram breytingar á skattalögum, væntanlega ekki fyrr en í haust, í þá átt að kvótakaup almennt yrðu afskrifanleg. Þá er hin spurningin kannski sú hvort það væri ekki nauðsynlegt að það kæmi fram, þá mundi ekki skipta máli hvernig slík kvótakaup hefðu farið fram, fyrir eigið fé, með skuldsetningu eða yfirtöku á öðru fyrirtæki. Og þar sem við erum markvisst að mismuna með þessum hætti, í því ljósi og í ljósi varúðarsjónarmiða, þurfi upphæð gjaldsins að vera hófleg (Forseti hringir.) þannig að ekki sé verið að ganga allt of nærri hinum fyrirtækjunum.