140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

störf þingsins.

[10:47]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti Vegna umræðu um Evrópusambandið og ófarir evrunnar og þessa tollabandalags mun hugtakið Grikklandsárið sjálfsagt fá nýja merkingu á næstu árum og verður væntanlega talað um að eitthvað komi spánskt fyrir sjónir þegar allt fer á hausinn og annað í þeim dúr. Kæru þingmenn. Auðvitað er staðan í dag gjörólík þeirri sem var árið 2009 þegar við vorum á hnjánum og vissum ekkert í hvaða átt við áttum að fara og horfðum til þessa stóra og sterka Evrópusambands sem nú er að hrynja. Auðvitað er það allt önnur staða. Malta tók sér pásu í fjögur ár, Sviss tók sér pásu og hefur reyndar ekki enn tekið þá ákvörðun að halda áfram. Auðvitað eigum við að endurmeta stöðuna núna. Og að hlusta á þingmenn Samfylkingarinnar í ræðustól, þeir eru snillingar í því að endursegja söguna, búa til söguskýringar. Þeir eru að minnsta kosti búnir að gleyma því að þeir voru í ríkisstjórninni 2007–2009, hrunstjórninni, og nú eru þeir strax farnir að endursemja sögu gærdagsins, dagsins þegar sem sjómenn landsins streymdu í fyrsta skipti í stórum hópi til Reykjavíkur (Gripið fram í.) og sögðu: Hingað og ekki lengra. (Gripið fram í.) Í samhljóða samþykktum, í umsögnum allra sveitarfélaga með öllum pólitískum öflum, jafnvel Samfylkingarinnar, sagði: Hingað og ekki lengra. Við ætlum ekki að halda áfram að moka peningum til Reykjavíkur, gera greinarnar okkar gjaldþrota. Fólkið verður þá að fara til Reykjavíkur eða til fyrirheitna landsins, Evrópusambandsins, ef það er það sem Samfylkingin vill.

Ég segi: Hingað og ekki lengra, hættið að endursemja söguna. (JBjarn: Ísland …)

Fólk kom hér saman í gær og almenningurinn, hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir, (Gripið fram í.) sem þú vísaðir til, (Gripið fram í.) meiri hluti þjóðarinnar, hrópaði stöðugt, hann hlustaði aldrei, hann hlustaði ekki einu sinni (Forseti hringir.) á sveitarstjóra (Gripið fram í.) sem voru að tala um landsbyggðarvinkilinn (Forseti hringir.) því þá gargaði almenningur sem þú vísaðir til: Niður með landsbyggðina. (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Verði ljós.) (Gripið fram í: Verði ljós.) (Gripið fram í: Þetta er rétt.)