140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[16:30]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég batt vonir við það að þegar skýrsla þingmannanefndarinnar kæmi út að farið yrði eftir henni um málsmeðferð og annað. Fyrri málsmeðferð var gagnrýnd og við höfum öll tekið undir þá gagnrýni og við samþykktum öll skýrslu þingmannanefndarinnar, við tókum undir það og vildum bæta vinnubrögðin. Því miður hefur það ekki gerst, það er skoðun mín, og það hefur hallað á verri veg vegna þess að hef ég upplifað það bæði í stjórnarandstöðu og stjórn til þessa að það væri eitt erfitt mál undir. Ég minnist fjölmiðlamálsins, það var mjög erfitt mál sem var undir í stjórnarandstöðunni, en nú eru þau mjög mörg. Hvar liggur þá ábyrgðin?

Eftir höfðinu dansa limirnir, segir máltækið. Auðvitað liggur ábyrgðin hjá forustu ríkisstjórnarinnar. Maður verður að spyrja sig varðandi þetta veiðigjald: Hver borgar brúsann þegar upp er staðið?