140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:24]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég hef sagt og gerði að meginmáli ræðu minnar, að ég held að ekki sé hægt annað en taka alvarlega þær athugasemdir sem komið hafa fram. Ég held að ekki sé nægilega farið yfir þær í þessu meirihlutaáliti.

Til viðbótar tel ég að með þeim breytingartillögum sem fyrir liggja þegar kemur að veiðigjaldsnefndinni — dálítill tungubrjótur þetta nafn — þurfi einnig að fá álit á því hvort jafnvel sé gengið enn lengra en sú gagnrýni miðast við sem þegar hefur verið sett fram á grundvelli þessarar lagasetningar. Mér finnst eðlilegt að það sé gert og meiri hlutinn hlýtur að taka undir það. (Gripið fram í.) Afleiðingarnar geta hreinlega orðið þær að af hljótist allt of mörg dómsmál og við þekkjum alveg hvaða afleiðingar slíkt getur haft á málið sjálft.