140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:47]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ágætt fyrir sitt leyti en hv. þingmaður svaraði ekki meginspurningu minni, hún hefur þó tækifæri til þess að gera það á eftir: Hvernig er þetta landsbyggðarskattur frekar en höfuðborgarskattur? Það er það sem ég kem ekki heim og saman.

Skilur hv. þingmaður það sem svo að sjávarútvegsfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem eru stór og burðug, muni ekki greiða veiðigjöld?