140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:52]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé mikið álitamál og þarfnist nákvæmrar skoðunar. Ég sé það af gögnum málsins að ráðuneytið telur sig hafa girt fyrir þessa hættu með því að nefndin, sem málinu er vísað til, hafi ekki úrslitaáhrif um gjaldlagninguna en þar sem tilvitnað stjórnarskrárákvæði er mjög afdráttarlaust um að þessu skuli skipað með lögum tel ég að menn verði að fara mjög varlega í að setja lög sem vísa þessu valdi eða mati áfram. Þess vegna er það gilt sjónarmið sem þingmaðurinn hreyfir hér.