140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:25]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég spurði þingmanninn einfaldrar stærðfræðilegrar spurningar. Hvernig geta 15 milljarðar af 47 orðið 70% skattur?

Þær upplýsingar sem hér liggja til grundvallar eru keyrðar út úr rafrænum skattframtölum 402 útgerðarfélaga á Íslandi.

Ég hlustaði á ræðu þingmannsins á köflum en því miður er það svo, herra forseti, að þegar menn fara að öskra mikið og nota ljótt orðbragð um mig og flokkssystkini mín þá vík ég úr þingsal, þannig að það má vera að í þeim látum hafi eitthvað slæðst inn sem ég hefði kannski hlustað á en ég hlusta ekki á slíkar ræður.