140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:37]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég get fullvissað hæstv. forseta um að þetta mál verður á dagskrá svo lengi sem við í stjórnarandstöðunni kjósum. Það er ekkert vafamál að margir munu taka þátt í þessari umræðu svo lengi sem hún stendur. Þannig standa málin. Hitt er svo bara lágmarkskurteisi af þeim sem ráða för í þinginu, ráða því hversu lengi verður fundað, að það sé gefið upp. Stendur til að funda til kl. 3 í nótt eða 4 eða fram í fyrramálið? Stendur til að byrja aftur í fyrramálið og funda allan daginn á morgun? Við viljum fá fram þessa ákvörðun meiri hlutans á þingi. Það er hin einfalda spurning þannig að menn geri gert ráðstafanir. Það hefur komið fram að það er fjölskyldufólk á þingi. Menn þurfa að geta skotist frá, gert ráðstafanir og sinnt prívatmálum sínum. Það er bara lágmarkskurteisi að stjórnarflokkarnir (Forseti hringir.) komi ekki fram með yfirlæti og frekju gagnvart okkur sem erum í minni hlutanum og sýni okkur ekki þann dónaskap að geta ekki tekið ákvarðanir (Forseti hringir.) í þessum málum.