140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:44]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem í ræðustól á ný vegna þess að hæstv. forseti hefur ekki svarað spurningu minni um það hversu langi þingfundur muni standa í kvöld og ekki heldur hvað áætlað er að þingfundur muni standa lengi á morgun. Forseti vísaði hins vegar til þess að hér væri löng mælendaskrá og það væri nauðsynlegt að menn fengju að tala. Það er auðvitað rétt, ég er sammála hæstv. forseta um að það sé nauðsynlegt að þeir sem hafa kvatt sér hljóðs á Alþingi fái að tala, en á það að vera um miðja nótt? Hverjum gagnast það? Hverju skilar það umræðunni að tala kl. 4 í nótt? Hver hlustar á mín sjónarmið þá? Væri ekki nær að ákveða til dæmis að fundur stæði til kl. 22 í kvöld og síðan, ef á að halda sig við það að vera með fund á laugardegi, þ.e. á morgun, að ákveða þá hvenær þeim fundi ljúki þannig að maður geti gert einhverjar ráðstafanir varðandi fjölskyldu sína aðallega?