140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:22]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er eðlilegt að því sé svarað hversu lengi þessi fundur eigi að standa. Þótt greidd hafi verið um það atkvæði í morgun að fundur gæti staðið lengur en þingsköp leyfa þýðir það ekki endilega að halda eigi áfram fundi fram eftir öllu. Ég vil sérstaklega benda á það í því ljósi að hér hefur verið tekin sú ákvörðun, eftir því sem mér skilst, að hafa fund aftur kl. 10.30 í fyrramálið, á laugardegi að sumri. Ég hygg að það hljóti að vera nokkuð einfalt fyrir hæstv. forseta að gefa til kynna, það þarf ekki að vera mjög nákvæmt en eitthvað í námunda við það, hvenær hæstv. forseti hyggist slíta þessum fundi. Því fyrr, því betra. Ég trúi því bara ekki að sá forseti sem hér situr í forsetastól geti ekki gefið okkur sæmilega mynd af störfum í þinginu.