140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek ekki undir þennan kór sem vill ljúka störfum. Þessi umræða hefur verið mjög góð, jákvæð og gefandi og sífellt koma fram fleiri og fleiri atriði, frú forseti, í þessu máli sem gera það enn skuggalegra í mínum huga. Ég held að það sé mjög brýnt að við höldum áfram að ræða þetta. Nánast í hverri ræðu kemur eitthvað nýtt fram. Það er mjög gott að hæstv. sjávarútvegsráðherra sé hérna. Hann meðtekur þá allt það sem kemur fram í umræðunni og við getum breytt frumvarpinu eða jafnvel hætt við þetta, sem væri langgæfulegast, og ef niðurstaðan af þessum löngu umræðum verður sú að frumvarpið sé gjörsamlega ómögulegt er það mjög jákvætt, frú forseti.