140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem upp vegna þess að enn hefur forseti ekki svarað spurningum mínum frá því fyrr í kvöld. Ég tel að ég hafi engan annan kost en að endurtaka þær. Hve lengi mun þessi þingfundur standa í kvöld og hve lengi mun þingfundur standa á morgun?

Frú forseti. Það verður að sýna því skilning eins og ég sagði fyrr í kvöld að við þingmenn eigum mörg hver fjölskyldur. Það var ákveðið mjög seint í dag að setja á þingfund á morgun. Börnin okkar bíða spennt eftir því að komast út í helgina, hitta foreldra sína sem eru á kvöldfundum kvöld eftir kvöld og það er lágmarkskurteisi að gera manni kleift að svara sínum nánustu um það hvort og þá hvenær maður geti átt með þeim samverustundir.