140. löggjafarþing — 116. fundur,  8. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:42]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég er ánægður með að hv. þingmaður taki vel í tillögu mína en hugsunin sem liggur þar að baki er sú að það að hanna fiskveiðistjórnarkerfi sé í raun verkfræðilegt verkefni. Þar af leiðandi eigi stjórnmálamenn með ólíka sýn á tilveruna og ólíka hugmyndafræði að geta náð saman um það með aðstoð sérfræðinga að hanna það fyrirkomulag sem hámarkar ávinninginn, hámarkar verðmætasköpunina í sjávarútvegi. Það getur vel verið að það þýði, og raunar er það mjög líklegt, að það verði að vera hægt að reka fyrirtæki í sjávarútvegi með einhverri von um dálítinn hagnað vegna þess að ef hún er ekki til staðar taka menn út nauðsynlega hvata til að hámarka verðmætasköpunina, (Forseti hringir.) en er hv. þingmaður sammála mér um að þetta sé í raun fyrst og fremst (Forseti hringir.) verkfræðilegt verkefni?