140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[00:40]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var auðvitað magnað í gær þegar 1.300 íslenskir sjómenn stormuðu frá Reykjavíkurhöfn á Austurvöll. Slíkt hefur aldrei fyrr skeð í Íslandssögunni. Það er líka einsdæmi í heiminum að hryggurinn úr skipaflota eins lands sigli til höfuðborgarinnar til fundar sem var mjög kurteislegur og yfirvegaður, fundar sem byggðist á málflutningi landverkafólks, sjómanna, útvegsmanna og talsmanna sveitarfélaga í landinu. Baulararnir á Austurvelli, þessir +/-70, hlustuðu ekki á eina einustu ræðu, þeir bauluðu ekki bara á útvegsmenn eða talsmenn þeirra, þeir bauluðu á alla. Það er þetta sem fékk tímann í fréttaflutningi (Forseti hringir.) Ríkisútvarpsins og það er til skammar.