140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Hv. þingmaður svaraði ágætlega þeirri spurningu sem ég beindi til hans að vitanlega er mikilvægt að þær breytingartillögur sem hafa komið fram verði lesnar af sérfræðingum nefndarinnar, bornar saman og áhrifin metin líkt og gert var við frumvarpið sjálft. Það er ekki hægt að fara öðruvísi með málið hér í gegn að mínu viti þegar að því kemur.

Annað sem mig langar að spyrja hv. þingmann um af því að ég veit að þingmaðurinn hefur áhyggjur af því atriði. Er þingmaðurinn ekki sammála mér um að það viðhorf sem stjórnarþingmenn sumir hverjir virðast hafa til sjávarútvegsins og þeirra sem þar starfa, sé í rauninni ekki (Forseti hringir.) — ég ætla ekki að segja hættulegt heldur varasamt í það minnsta í einni stærstu atvinnugrein þjóðarinnar?