140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:17]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég deili sjónarmiðum með þeim hv. þingmönnum sem hér hafa talað hvað það varðar að hæstv. forseti sýni okkur þá virðingu að segja okkur hversu lengi stendur til að funda hérna. Það er lágmarkskurteisi þótt ekki sé annað. Við höfum fengið það útgefið að það verður líka fundað á morgun, þingfundur hefst þá í fyrramálið. Ég er ekkert að kvarta yfir því að þurfa að standa hér og tala í nótt þó að það sé tilgangslítið að mörgu leyti.

Ég þakka þeim stjórnarþingmönnum sem eru í salnum fyrir að vera hér og hlýða á umræðuna, þeir eru fleiri en oft áður. En ég hefði talið að í þessu tilliti og kannski mörgu öðru að það væri fengur að fá hv. þm. Magnús Norðdahl á þing, sem er yfirlögfræðingur ASÍ. Það væri gaman að hann gæfi okkur mat (Forseti hringir.) á því hvort þetta stenst vinnulöggjöf í landinu, (Forseti hringir.) hvernig þeir sem ráða ferðinni koma fram við þá sem ekki gera það (Forseti hringir.) en þurfa að standa vaktina. Er þetta framferði samkvæmt þeim reglum (Forseti hringir.) sem þingmenn eiga að fara eftir?