140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:23]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er kunnugleg sú ræða sem hv. þm. Árni Páll Árnason fór með áðan um að hér væri margt eftir órætt og að mælendaskráin væri löng. Hæstv. forseti hélt þá ræðu fyrr í kvöld þegar við ræddum fundarstjórn forseta. Það eina sem við förum fram á í fullri vinsemd er að frú forseti sýni okkur þá kurteisi að segja okkur hversu lengi þessi fundur á að standa. Við höfum ekki beðið um meira. Við höfum ekki beðið um hártoganir um hversu langur listi ræðumanna er. Við höfum ekki neitað því að enn er mikið eftir órætt. Við förum fram á að fá að vita hversu lengi þessi fundur á að standa. Getur frú forseti sýnt okkur þá kurteisi að svara því?