140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:28]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kveð mér hljóðs til þess að taka ekki undir með félaga mínum hv. þm. Árna Páli Árnasyni. Ég hef fylgst grannt með umræðunni og ég held að við vitum það öll sem hér sitjum þegar er farið að halla í nótt að ræður eru endurteknar og hv. síðasti ræðumaður sagði okkur það. Mér finnst ekki margt nýtt hafa komið fram. Við vitum öll út á hvað þetta gengur. (REÁ: Þú ert líka svo klár.) Þetta gengur í raun út á það að sitja undir dónalegum athugasemdum formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins lon og don. Þetta var ein af þeim (Gripið fram í.) en við vitum auðvitað hvað er í gangi. Það er að ræðutíminn í 2. umr. er ótakmarkaður. Við höfum öll kallað eftir því að fara þurfi með þessar breytingartillögur í umsögn, taka þær til alvarlegrar skoðunar. Það gerist með því að senda þær til skoðunar í nefnd.

Við vitum alveg hvað er í gangi og hv. þingmaður sagði áðan að mælendaskráin yrði jafnlöng í fyrramálið. Í þessu felst auðvitað hótun um að halda málinu áfram. Mér líka ekki þessi vinnubrögð og tek undir hv. þm. Jóns Gunnarssonar og þakka um leið fyrir hlýleg orð í minn garð. Það eru ekki boðleg vinnubrögð að vinna þetta langan vinnudag (Forseti hringir.) og það samræmist ekki vinnulöggjöf í landinu.