140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil óska hv. þingmanni til hamingju með afmælið. Ég held að það sé ekki viðeigandi, frú forseti, að fara að syngja afmælissönginn. [Hlátur í þingsal.]

Ég vildi benda á varðandi það sem hv. þm. Magnús Norðdahl sagði, að það er heimilt að taka mál inn í nefnd í miðri umræðu. Það má fresta umræðunni, málið er tekið í nefnd og sent til umsagnar. Ég held að það sé alveg ástæða til, frú forseti, vegna allra þeirra athugasemda sem hafa komið, sérstaklega frá sveitarfélögum, að menn ræði pínulítið betur við þá aðila úr öllum flokkum og fái að vita hvað sé eiginlega að. Það kemur reyndar fram í umsögnunum en ég held að núna sé mjög mikilvægt að senda breytingartillögur nefndarinnar til umsagnar aftur því að þetta eru svo miklar breytingar, og komast að því hvort þær séu nægilegar.