140. löggjafarþing — 116. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[02:00]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þegar ég heyrði vaktaskipti nefnd þá er það væntanlega þannig að þeir sem eru á þrískiptum vöktum og byrjuðu kl. 6 væru um það bil að ljúka vaktinni sinni núna. Vaktaskipti, eins og nefnd voru hér, geta því verið alla vega.

Frú forseti. Ég endurtek það sem ég sagði fyrr í kvöld í umræðu um fundarstjórn forseta þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hve lengi forseti ætlaði að halda fundi áfram eftir nóttu. Þó umræðan sé góð og mikilvæg þá er held ég öllum ljóst að það er töluvert eftir af henni og þó að hún verði til sjö mun hún ekki klárast. Ég tel skynsamlegra að huga að því að fresta umræðunni, en auðvitað er ræður forseti og við hlýðum að sjálfsögðu og stöndum vaktina þar til forseti ákveður vaktaskipti.