140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:17]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svarið. Sér þingmaðurinn einhverja leið til að tryggja að ekki verði hægt að velta byrðinni af sérstaka veiðigjaldinu yfir á sjómenn? Hver er afstaða þingmannsins gagnvart þeirri breytingartillögu sem hv. þm. Jón Bjarnason og Atli Gíslason hafa lagt fram, og þingmaðurinn nefndi í ræðu sinni, sem kemur einmitt til móts við þau sjónarmið að fjármagn streymi ekki í jafnmiklum mæli út af þessum svæðum. Og þó að þetta sé bara ein mínúta: Hefur þingmaðurinn kynnt sér þær tillögur sem Sjómannasambandið hefur lagt fram og voru m.a. bókaðar sérstaklega í viðauka við endurskoðunarskýsluna á sínum tíma?