140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

fundarstjórn.

[13:45]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Það er erfitt að ræða um fundarstjórn forseta þegar lítið hefur reynt á hana enda fundur ekki hafinn að nýju eftir matarhlé. Ég verð þó að gera athugasemdir við það að þingmenn komi hingað upp annað slagið til að kvarta yfir því að framkvæmdarvaldið sé að valta yfir löggjafann, þingið og á hinn bóginn að kvarta yfir því að framkvæmdarvaldið og ráðherrar séu ekki á staðnum til að fara í málið. Málið er í höndum þingsins, það er þingið sem ræður örlögum þess hér inni. Þingmenn eiga að vera vel í stakk búnir til að ræða það, ég tala ekki um eftir alla þá vinnu sem hefur verið lögð í málið af hálfu atvinnuveganefndar á 25 fundum og sjö daga ræðuhöld í þinginu. Ég held því að menn séu vel heitir til að halda áfram umræðunni og eigi allra síst að vera að kvarta yfir því að þurfa að vera á þingi að sinna skyldustörfum sínum. (Gripið fram í.)