140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:23]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er orðinn býsna þreyttur á því þegar menn skilgreina íslenskt Alþingi og fjárveitingavald sem eitthvað annað en almenningur í landinu og skilgreina þá sem eru með atvinnulífið sem fulltrúa almennings. Þetta er ekki þannig.

Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni, íslenska krónan hefur hjálpað okkur. Hún féll um 80% og við veðjuðum á það til að hjálpa útflutningsatvinnuvegunum. Þess vegna teljum við eðlilegt að fá hluta af þeim ágóða til þess að reka samfélagið af því að við færðum þarna á milli í sambandi við uppgjörið. Það sem kemur manni á óvart er að Framsóknarflokkurinn skuli berjast gegn því, það er ekki í anda þess sem framsóknarmenn hafa sjálfir sett fram.

Aflamarkskerfið hefur verið umdeilt í mörg ár. Það er ekki ágreiningur í þessu máli um að það verði áfram. Það er enginn að biðja um að aflamarkskerfið verði áfram, það er kvótakerfi áfram í öllum tillögunum hérna þannig að ekki þurfum við að rífast um það. Það er hægt að halda því fram að aukin atvinna skili miklum verðmætum til viðbótar, en hvar eru þeir peningar í ríkiskassanum í dag þrátt fyrir ástandið sem núna ríkið? Svarið því sem ætlið að fjármagna þetta. (Forseti hringir.) Við gerum það ekki með nýrri Kárahnjúkavirkjun í snatri.