140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[14:38]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Samkvæmt því sem ég hef aflað mér af þingumræðunni hér um veiðigjöldin er búið að tala um þau í 40 klukkustundir nú þegar og má vera að sú umræða verði langt fram á sumar, lengi má manninn reyna.

Hæstv. iðnaðarráðherra hefur verið við þessa umræðu lengi vel og það er fullkomlega eðlilegt að hún fái að sinna opinberum skyldum sínum austur á landi við þessar aðstæður. Hún hefur verið við þessa umræðu (Gripið fram í: Nei.) lengst af (Gripið fram í.) og fylgst með henni í þaula og það er hálmstrá að eyða núna mörgum mínútum í að fjalla um það að hæstv. iðnaðarráðherra skuli hafa leyft sér að fara austur að beiðni heimamanna til að opna nýjan hluta álversins eystra. (Gripið fram í.) Flestir þingmenn kjördæmisins eru viðstaddir þessa umræðu og tóku hana fram yfir margt annað sem er að gerast (Forseti hringir.) heima í kjördæmi, þar á meðal sá sem hér stendur. (Forseti hringir.) En að ráðast með þessum hætti á hæstv. iðnaðarráðherra (Forseti hringir.) er fyrir neðan allar hellur.