140. löggjafarþing — 117. fundur,  9. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[15:08]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var athyglisverð frásögn. Hv. þingmaður er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og mig langar að spyrja hana um afstöðu til viðveru fjármálaráðherra. Við höfum nú staðið hér og kallað eftir viðveru hæstv. fjármálaráðherra til að fá svör við lykilspurningum um það frumvarp sem við ræðum hér. Hvað þykir hv. þingmanni um það að beiðni þingmanna sé hunsuð með þeim hætti að hæstv. ráðherra telur, þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar, sér heimilt að fara úr þinginu í trássi við vilja þorra þingmanna, margra þingmanna sem eru að spyrja spurninga? Fyrst hæstv. ráðherra tók þá ákvörðun að fara úr þinginu og svara ekki þeim spurningum sem við höfum lagt fyrir hæstv. ráðherra, finnist þá hv. þingflokksformanni við hæfi að við höldum umræðunni hér áfram? Væri ekki rétt að fresta henni til þess að ná betur efnislegri umræðu (Forseti hringir.) um þetta mikilvæga mál?