140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

eignir SpKef.

[10:38]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er Fjármálaeftirlitið sem veitir fyrirtækjum starfsleyfi og það er einnig Fjármálaeftirlitið sem tekur það starfsleyfi af þeim. Það er stór ákvörðun að taka niður einkafyrirtæki og það er auðvitað ekki gert nema að vel athuguðu máli. Eins og menn hér inni þekkja skoðaði Fjármálaeftirlitið starfsemi bankans ákaflega vel og að lokum var ákveðið að gera það sem gert var og það á örugglega eftir að fara betur yfir þessa sögu hér.

Aðalatriðið er þetta: Síðustu starfsár Sparisjóðsins í Keflavík voru teknar ákvarðanir, þar voru útlán ótryggð og þar tóku stjórnendur að því er virðist ákvörðun (Forseti hringir.) sem leiddi síðan til falls bankans og þessa reiknings sem ríkissjóður þarf núna að greiða.