140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

stefna um beina erlenda fjárfestingu.

385. mál
[12:10]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það eru orðnir nokkrir mánuðir síðan hv. efnahags- og viðskiptanefnd afgreiddi frá sér það álit sem hér liggur fyrir. Frá því áður en það var hefur verið unnið að þeirri áætlun sem hér er vísað til en hvort það reynist unnt að leggja hana fram á vorþingi 2012 vitum við ekki fyrr en að þessari þingsályktunartillögu samþykktri. Það reynir þá á það hversu lengi vorþingið 2012 stendur hvort tekst að leggja hana fram. Auðvitað mun hún ekki koma til umfjöllunar á vorþingi 2012, ég held að það sé alveg ótvírætt.