140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

717. mál
[19:06]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Vissulega hefði ég óskað þess að hæstv. innanríkisráðherra hefði gert ráð fyrir þessu í fjárlögum ársins 2012, að þetta yrði ekki átaksverkefni til eins árs heldur yrði það framlengt vegna þess að ljóst er af þeim upplýsingum sem liggja fyrir að þetta er mikilvægt átak innan lögreglunnar, að fylgjast með skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. En ég hefði kosið að þurfa ekki að standa hér og óska eftir aukafjárveitingu til þessa verkefnis.

Hins vegar í ljósi þess ástands sem er á þessu sviði styð ég það og er flutningsmaður að þessari tillögu innan allsherjar- og menntamálanefndar. Þó að mér sé það þvert um geð að auka útgjöld ríkisins með þessum hætti á miðju ári ítreka ég enn að ég hefði kosið að þetta væri inni í fjárlögum ríkisins, en ég styð engu að síður þessa tillögu.