140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

rannsókn kjörbréfs.

[10:36]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, Gunnari Braga Sveinssyni, dagsett í gær 11. júní:

„Þar sem Vigdís Hauksdóttir, 8. þm. Reykv. s., getur ekki, af einkaástæðum, sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 60. gr. þingskapa að 3. maður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Guðrún H. Valdimarsdóttir taki sæti hennar á meðan, en 2. maður á listanum, Einar Skúlason, hefur sagt af sér sem varaþingmaður.“

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Guðrúnu H. Valdimarsdóttur sem er 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykv. s. Jafnframt hélt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fund nú í morgun til að fjalla um kjörbréfið.