140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[18:25]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er ein af þeim atkvæðagreiðslum í þingsal sem er ánægjulegt að taka þátt í. Þetta er mikil réttarbót fyrir börn í landinu og foreldra þeirra og ég tel að það sé nauðsynlegt eins og þingmenn hafa sagt að halda áfram með þá vinnu sem unnin er á barnalögum. Lögin eru þeirrar tegundar að þau þurfa að vera í sífelldri endurskoðun og skoða þarf alla hluti máls mjög vel í þeim efnum. Ég fagna því að við náum þessum áfanga núna og leggjum upp í þann næsta á næsta hausti.