140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

735. mál
[18:31]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við afgreiðum nú lagaramma um atvinnutengda starfsendurhæfingu sem byggir á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá síðasta ári og í reynd frá kjarasamningum allt frá vorinu 2008. Hér er gengið frá því lögformlega að ríkið skuli leggja til þriðjung á móti lífeyrissjóðum og atvinnurekendum til að byggja upp þetta nýja kerfi. Við höfum ákveðið að fara ívið hægar í sakirnar en upphaflega stóð til meðal annars til að tryggja að hægt sé að gera góða áætlun um uppbyggingu þessarar starfsemi. Við væntum mikils af þessu og væntum þess sannarlega að gott samstarf takist milli atvinnutengdrar starfsendurhæfingar annars vegar og læknisfræðilegrar starfsendurhæfingar hins vegar.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka hv. velferðarnefnd og nefndarmönnum þar fyrir góða og mjög mikla vinnu við málið.