140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[15:26]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Frú forseti. Gerð Vaðlaheiðarganga er mikilvæg samgönguúrbót. Vandamálið er hins vegar að ekki er um að ræða einkaframkvæmd vegna þess að öll áhættan fellur á ríkissjóð, áhætta varðandi endurfjármögnun. Ef til þess kemur að ríkissjóður þurfi að endurfjármagna framkvæmdina þýðir það að við erum í dag að gefa mjög alvarlegt fordæmi varðandi það að taka út eina framkvæmd í samgönguáætlun og setja framar öðrum brýnni samgönguúrbótum. Ég ætla ekki að taka þá áhættu að fresta enn og aftur Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum. Því segi ég nei.