140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

lengd þingfundar.

[15:46]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Eftir því sem okkur skilst hefur hæstv. forsætisráðherra ákveðið að bjóða þinginu upp á sumarþing og því spyr ég: Af hverju í ósköpunum þurfum við að vera að greiða atkvæði um lengri þingfund í kvöld? Ég veit ekki betur en það standi til að þingið komi saman aftur. Er þá ekki rétt, frú forseti, að viðhafa þau vinnubrögð á þinginu að láta þingsköp standa til hátíðabrigða?