140. löggjafarþing — 120. fundur,  13. júní 2012.

lengd þingfundar.

[15:51]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Við skulum átta okkur á því svo það komist nú í þingtíðindi að sumarþing, ef til þess kemur, er í boði stjórnarandstöðunnar. (Gripið fram í.) Við skulum bara hafa það á hreinu, virðulegi forseti, að stjórnarmeirihlutinn á Alþingi lagði sig í líma við að ná fram niðurstöðu um lyktir þinghalds, bauð til dæmis svo það sé sagt að tvö af stærstu málum ríkisstjórnarinnar yrðu sett á bið og endurflutt á nýju þingi en var ekki tilbúinn til að fallast á þá kröfu stjórnarandstöðunnar að ráða einnig efnislegri niðurstöðu í þriðja stóra málinu þegar gætt er að því að tryggur meiri hluti á Alþingi er fyrir því að láta það frumvarp verða að lögum.

Minni hluti þingmanna tók Alþingi Íslendinga í gíslingu og það er þess vegna sem við þurfum væntanlega að setjast aftur að störfum seinna í sumar.