140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

fjölgun ferðamanna og stækkun Keflavíkurflugvallar.

[10:44]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er rétt að við eigum að vera vakandi hvað þetta varðar og ég hygg að ferðaþjónustan sé mjög meðvituð um þetta. En spurningin er svo hin hvort við ætlum að hamla gegn komu fólks til landsins með aðstöðuleysi. Það er spurning sem mér finnst ekki eigi að svara játandi. Það á að gera þetta með öðrum hætti og við skulum ekki gleyma því heldur að á Keflavíkurflugvelli eru krossvegir í samgöngum. Fjöldi fólks sem hingað kemur er ekki á leiðinni inn í landið heldur að fara í skiptiflugi eða tengiflugi á aðrar slóðir. Það er kannski varasamt að alhæfa hvað þetta snertir en ég tek undir þau meginsjónarmið sem fram komu hjá hv. þingmanni að okkur Íslendingum ber að sýna fyrirhyggju hvað ferðamennskuna varðar og gæta þess að ofbeita ekki á landið.