140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[14:35]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tel að í þessari umræðu hafi fallið þau orð af hálfu hæstv. ráðherra að við þau verði ekki unað án þess að ráðherrann skýri orð sín betur og hugsanlega biðji okkur sem tókum þátt í umræðunni afsökunar á því að leggja okkur öll undir það að hafa verið hér með einhver pólitísk brigslyrði um þetta góða verkefni. Ég get ekki setið undir því og óska eftir, frú forseti, að ráðherrann komi hér og biðjist afsökunar.