140. löggjafarþing — 121. fundur,  14. júní 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[18:15]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég hef ekki haldið miklar ræður í umræðum um þetta mál á þingi heldur hef ég talið að ég greiddi götu þess með því að láta öðrum ræðustólinn eftir. Ég vil lýsa því yfir að það gleður mig alveg sérstaklega að sjá að við erum að leiða þetta mál til lykta á þann hátt sem sómi er að, þ.e. umdeilt mál fær hér lyktir og það eru greidd um það atkvæði. Það er líka ánægjulegt að sjá að það er traustur stuðningur við þetta verk.

Þetta er mikill ánægjudagur, stór dagur fyrir Norðurland og norðaustanvert landið og gríðarlegar væntingar bundnar við það hjá þeim sem þar búa.

Ég þakka formönnum stjórnmálaflokkanna fyrir að gott samkomulag tókst um að ljúka umfjöllun og afgreiðslu þessa máls í dag.