140. löggjafarþing — 122. fundur,  15. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[14:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Lúðvík Geirsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir innlegg hans í umræðuna. Það fer ekki hjá því að heyra að ekki er bara blæbrigðamunur heldur umtalsverður munur á málflutningi annars vegar þingmanna Framsóknarflokksins í þessari umræðu, sem er búin að teygja sig yfir ansi víðan völl, og svo aftur því sem maður heyrir af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvert telur hann að mikilvægi Íbúðalánasjóðs sé og eigi að vera í framtíðarskipulagi húsnæðismála eins og við horfum til þeirra mála nú á komandi árum? Eins varðandi þær athugasemdir sem er verið að bregðast við af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA, telur þingmaðurinn að verið sé að svara þeim athugasemdum á hófsaman hátt eða telur hann að ekki sé nóg að gert og það eigi að stokka upp og breyta skipulaginu enn frekar eins og sumir þingmenn hafa talað fyrir?