140. löggjafarþing — 123. fundur,  16. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[11:00]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég er bara að reyna að skilja þetta — þá væri þetta með þeim hætti að stjórnsýslustofnun eigi að semja við sveitarfélag um framgang þessa ákvæðis, að hún geti veitt frekari undanþágur eða lengdi tímann á þeirri skyldu sem hvílir á sveitarfélögum eða skipulagsyfirvöldum um skráningu fornleifa, þetta sé ekki spurningin um fjárhagslega fyrirgreiðslu eða fjárhagslega samninga á milli stjórnsýslustofnunarinnar, þ.e. Minjastofnunar, og sveitarstjórnarinnar, það væri ekki það. Þá væri hugsunin sú að Minjastofnun geti veitt sveitarfélaginu undanþágur í einhverjum tilvikum frá skráningarskyldunni frá aðalskipulagi í ljósi fjárhæða og umfangs. Þá væri þetta ekki ein fjárhagsleg spurning heldur miklu fremur spurning um undanþágur frá ákvæðum laga um skráningarskyldu fornminja, ef ég hef skilið þetta rétt.