140. löggjafarþing — 123. fundur,  16. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[13:56]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gat ekki stillt mig um að hlæja vegna þess að hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson mismælti sig í nafni Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, og kallaði flokkinn Sameiningarflokkinn og vísar þar til þess að hann var að hugsa um sameiningu banka. Ég hélt að hann mundi svara því svo að hann liti svo á að þetta væri aflið sem mundi sameina flesta aðra flokka, ekki síst nýja flokka. Mér hefði þótt það meira viðeigandi.

Ég er komin hingað til að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að rekstrargrundvöllur sparisjóðanna verði tryggður bara með þessari einu lagabreytingu um að breyta megi þeim í hlutafélög. Þarf ekki eitthvað meira til en bara breytingu á rekstrarformi, hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson, sem hefur víðtæka reynslu af bankastarfsemi?