140. löggjafarþing — 123. fundur,  16. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[14:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst leiðinlegt ef þetta hefur ekki verið skýrt hjá mér en ég reyndi að svara þessu. Það sem gerist ef hlutafélag sameinast sparisjóði sem er með umframstofnfé … (Gripið fram í.) Ef sparisjóði er breytt í hlutafélag gerist það nákvæmlega sama, umframstofnféð á að fara inn í sérstaka sameignarstofnun sem sinnir eingöngu samfélagslegum verkefnum. Hugsunin er þá sú að hluthafarnir geti ekki tekið til sín umframstofnfé.

Hvað varðar hringrás peninganna þá er alveg rétt hjá hv. þingmanni að það er ekki sérstaklega fjallað um það í frumvarpinu og var ekki fjallað sérstaklega um það í nefndinni. Það eru ekki gerðar sérstakar ráðstafanir varðandi sparisjóðina frekar en önnur hlutafélagaform eða félagaform á Íslandi og í öðrum löndum.