140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

innheimtulög.

779. mál
[12:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Forseti. Það er greinilegt að ég kann ekki nógu mikið í lögfræði til þess að setjast í dómarasæti eins og hv. þingmaður. Um þetta er nefnilega ágreiningur. Í umsögnum sem ég veit ekki hvort undirritaðar eru af lögmönnum eða ekki, það kemur ekki fram, er því haldið fram sem ég er að segja.

Í öðru lagi stendur í frumvarpinu: „… áður en lausafé er tekið úr vörslu skuldara, …“ Hvað ef lausafé er að veði? Það kemur ekkert fram um að veðsettir hlutir skuli metnir einhvern veginn öðruvísi. Verður ráðið í framtíðinni þá ekki bara það að viðkomandi bifreiðar verði settar að veði? Er það ekki lausnin á þessu? Og frá og með deginum á morgun rigni yfir skuldara og þá sem eru með þessar bifreiðar beiðnum um að setja viðkomandi bifreið eða hlut að veði? Þar með sé málið leyst.