140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:50]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það segir sig sjálft að 24 milljarða ofbeldisskattur er verri en 13 milljarða ofbeldisskattur, og þarf ekki að hafa mörg orð um það. Ég fagna því að hv. þingmaður leggur áherslu á það nú þegar líður að seinni hluta þeirra svara sem hann tekur hér í andsvörum að þetta sé ekki eðlilegt og ekki tillaga til að samþykkja af því að það er enginn fótur fyrir því. Þeir menn sem nú sitja í hæstv. ríkisstjórn Íslands eru eins og útrásarvíkingarnir sem tæmdu bankana og skildu eftir verðlausa pappíra. Það er það sem ríkisstjórn Íslands ætlar að gera í dag; skilja eftir verðlausa pappíra fyrir íslensku þjóðina inn í framtíðina.