140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[20:02]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um menningarminjar. Það liggja fyrir breytingartillögur og ég sem framsögumaður nefndarálits hef rætt við bæði fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem og ráðuneyti og aðra í menntamálanefnd og legg til að breytingartillaga við 1. mgr. 16. gr. frá Merði Árnasyni verði samþykkt. Jafnframt dreg ég til baka fjórðu breytingartillöguna í nefndarálitinu, um að 1. mgr. 36. gr. falli brott.