140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[20:05]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tel að þetta sé giftusamleg niðurstaða og hrósa nefndinni fyrir lagni og sveigjanleika. Ég þakka fyrir samstarfið í salnum hvað varðar þá breytingartillögu sem nafn mitt er undir.

Ég vil segja um þá tillögu sem dregin er til baka af hálfu nefndarinnar að þar með er því máli ekki lokið. Ráðherra hefur nokkuð víðtæka reglugerðarheimild og þarf að beita henni af gætni. Þar á meðal þarf ráðherra að skilgreina þá rannsókn sem tilkynna þarf til viðeigandi yfirvalds þannig að meðalhófs sé gætt í því máli. Ég veit að hæstv. menntamálaráðherra er þeim gáfum gæddur og því skapi farinn að hann gerir það.