140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[20:10]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og fram hefur komið í umræðunni um þetta mál er ég ekki sátt við þá málsmeðferð sem nefndin hefur viðhaft í því og tel það ekki tilbúið til afgreiðslu í þinginu. Vissulega er verið að bregðast við athugasemdum frá ESA en hér hefur ekki farið fram nægileg rannsókn á því hvort nægilega langt sé gengið. Ég tel heppilegra að farið hefði verið í heildarendurskoðun á umhverfi sjóðsins með það að markmiði að skýra stöðu hans og hlutverk til framtíðar. Ég mun því ekki styðja þetta mál.