140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[20:12]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessu frumvarpi er brugðist við athugasemdum sem hafa komið fram frá Eftirlitsstofnun EFTA um stöðu, rekstur og starfsemi Íbúðalánasjóðs. Það er farið fram með breytingar af hófsemi. Það er lögð áhersla á að tryggja áfram þá stöðu og það hlutverk sem Íbúðalánasjóður hefur haft á íbúðamarkaði á Íslandi. Það er tekið mið af því að það er mikil óvissa á lánamarkaði og ekki tryggt að sú jöfnun og það réttlæti sem hefur viðgengist, að allir hafi sömu stöðu til að eignast þak yfir höfuðið, verði tryggð nema Íbúðalánasjóður hafi þann styrk og þá stöðu sem hann hefur haft hjá okkur um áratugaskeið. Ég fagna þeirri breiðu samstöðu sem er í þingsal um að fara þá leið með þessu frumvarpi og bregðast við framkomnum athugasemdum.