140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

húsnæðismál.

734. mál
[20:13]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tek undir orð hv. síðasta hv. ræðumanns, Lúðvíks Geirssonar, og þakka honum sérstaklega sem framsögumanni nefndarinnar fyrir vel unnin störf í þessu máli. Þetta er gamalt mál sem við erum að leiða til lykta. Athugasemdir frá ESA hafa vofað yfir og við höfum reynt að bregðast við þeim ár eftir ár. Nú hefur það vonandi tekist þannig að friður verði um þann Íbúðalánasjóð sem verður til í framhaldinu og gegnir vonandi áfram því mikilvæga hlutverki að vera lánasjóður fyrir allan almenning á Íslandi sem óskar eftir því að kaupa sér íbúð, hvort heldur er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Það er gríðarlega mikilvægt hlutverk sem við hljótum áfram að standa vörð um.