140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:30]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna því mjög að þessum mikilvæga áfanga sé náð og að nú hilli undir að þjóðin fái notið arðsins af auðlindinni í miklu ríkulegri mæli en áður. Hann verður meðal annars nýttur til mikilvægrar samfélagsuppbyggingar sem styðja mun við hagvöxt og bætt lífskjör í landinu. Ég tel þetta tímamótamál sem verði upphafið að því að almannahagsmunir muni verða teknir ofar sérhagsmunum í auðlindamálum þjóðarinnar.