140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:38]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hæstv. forsætisráðherra sagði þjóðinni ósatt í þjóðhátíðarræðu á Austurvelli í gær. Hæstv. ráðherra sagði að það væri verið að tryggja þjóðinni tekjur af sjávarútvegi og að um leið væri verið að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir sjávarútveginn. Þessi ummæli eru helber ósannindi. Þar er verið að gera aðför að íslenskum sjávarútvegi, grunnatvinnuvegi Íslendinga, þar er verið að slá blautri tusku framan í landsmenn varðandi trygga atvinnu um allt land, eðlilegar tekjur, eðlilega framþróun og eðlilegan árangur til framtíðar fyrir Ísland.

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður þingmenn um að gæta orða sinna í ræðustóli.)